Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 06. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úrvalsdeild kvenna í Englandi byrjuð - Stórleikur í dag
Harder gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Chelsea gegn Manchester United í dag.
Harder gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Chelsea gegn Manchester United í dag.
Mynd: Getty Images
Í gær byrjaði úrvalsdeild kvenna í Englandi að rúlla. Ný leiktíð er hafin og það er fróðlegt tímabil framundan.

Í opnunarleik deildarinnar hafði Manchester City betur gegn Aston Villa, en leikið var á Villa Park.

Fyrsta umferðin klárast í dag með fimm leikjum og þar á meðal stórleik Manchester United og Chelsea. Sá leikur hefst klukkan 13:30 og verður sýndur í beinni á Viaplay.

Leikur Arsenal og Reading verður einnig sýndur í beinni á Viaplay, en hann hefst klukkan 11:30.

Chelsea fékk meistaratitilinn í hendurnar á síðustu leiktíð eftir að hafa verið efsta liðið þegar keppni var hætt í mars vegna heimsfaraldursins. Chelsea mætir inn í þetta tímabil eftir að hafa bætt við sig einni bestu fótboltakonu í heimi í Pernille Harder. Þetta verður líklega barátta milli Arsenal, Chelsea og Man City. Manchester United gæti jafnvel blandað sér í baráttuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner