Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mán 06. september 2021 12:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Spennandi eins og mjög margir leikmenn hjá okkur
Icelandair
Davíð Snorri
Davíð Snorri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi
Kristian Nökkvi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, var til viðtals í dag á æfingu fyrir leikinn gegn Grikklandi á morgun.

Leikurinn á morgun er annar leikurinn í undankeppni fyrir EM en sigur vannst gegn Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð riðilsins.

„Ég var mjög ánægður með þennan leik, við nýttum tímann vel í aðdragandanum, gott ferðalag til Hvíta-Rússlands. Við vorum ferskir og hugrakkir eins og við lögðum upp með og náðum að keyra á það sem við viljum gera. Þetta var efnileg fyrsta frammistaða," sagði Davíð Snorri.

Út af pólítískum ástæðum var ekki hægt að fljúga til Hvíta-Rússlands og því var lent í Varsjá í Póllandi og farið til Hvíta-Rússlands með rútu.

Hákon Arnar Haraldsson kom sterkur inn og skoraði bæði mörk liðsins. „Ég var að sjálfsögðu mjög ánægður með hann og sýnir bara mikilvægi þess að vera klárir, þetta getur komið hvenær sem er að eitthvað komi upp og Hákon nýtti tækifærið svo sannarlega vel."

Það kom aðeins á óvart að hinn feykilega efnilegi Kristian Nökkvi Hlynsson hafi byrjað sinn fyrsta U21 landsleik. Hver var hugmyndin á bakvið það?

„Kristian stóð sig feykilega vel á æfingum og passaði vel í það hlutverk sem við viljum að þessi leikstaða á vellinum geri. Hann nýtti tækifærið sitt líka vel. Hann er spennandi eins og mjög margir leikmenn hérna hjá okkur, flottir strákar."

Það var enginn miðvörður kallaður inn í staðinn fyrir Finn Tómas sem er meiddur. Er það eitthvað vesen fyrir morgundaginn?

„Við vorum 'coveraðir' svo sem fyrir en Hjalti [Sigurðsson] getur leyst stöðurnar sem eru þarna aftarlega á vellinum, þótt hann haldi að hann geti verið líka framar."

Róbert Orri Þorkelsson er einnig meiddur, er kannski ekki mikið til af miðvörðum á þessum aldri?

„Það er líka þannig að við erum að leitast eftir ákveðnum eiginleikum hvernig við viljum spila og þótt þú spilir kannski ekki miðvörð beint þá geturu flakkað aðeins á milli. Það er líka 'option' fyrir ferlana hjá mönnum að geta kannski spilað meira en eina stöðu. Við erum bara ánægðir með það sem við höfum," sagði Davíð Snorri.

Í lok viðtals var hann spurður út í leikinn á morgun.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner