Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. september 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Hélt hreinu gegn gömlu félögunum - „Þú mátt bara fara"
Rúnar Gissurarson
Rúnar Gissurarson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Rúnar Gissurarson, markvörður Reynis Sandgerði í 2. deild karla, sagði frá samskiptum sínum við Bjarna Jóhannsson, þjálfara Njarðvíkur, fyrir tímabilið en honum var bolað út úr félaginu.

Rúnar stóð á milli stanganna hjá Njarðvík á síðustu leiktíð eftir að hafa komið frá Reyni.

Hann spilaði alla leikina í 2. deildinni á síðasta tímabili er liðið lenti í 4. sæti.

Bjarni Jóhannsson tók við Njarðvík fyrir þetta tímabil og ákvað að taka Robert Blakala með sér frá Vestra. Hann tjáði svo Rúnari að hann mætti bara fara frá félaginu.

Rúnar mætti Njarðvíkingum um helgina og hélt hreinu í 2-0 sigri en hann birti svo áhugaverða færslu á Twitter þar sem hann vísaði í samskiptin.

„Svo sagði Bjarni Jó sem mér fannst svo fyndið "heyrðu ég er kominn með nýjan markmann, þú mátt bara fara," skrifaði Rúnar.

Þrjú stig skilja liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Njarðvík er í 5. sæti með 32 stig en Reynir með 29 stig í 7. sæti.


Athugasemdir
banner
banner