þri 06. september 2022 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Frábært fyrir hann en slæmt fyrir KA og deildina að missa hann"
Skorað sautján mörk í deild og fimm í bikar
Skorað sautján mörk í deild og fimm í bikar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nökkvi Þeyr Þórisson er að ganga í raðir belgíska félagsins Beerschot og líklegt að hann verði kynntur nýr leikmaður liðsins í dag.

Nökkvi er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með sautján mörk skoruð í tuttugu leikjum. Hann er 23 ára Dalvíkingur sem gekk í raðir KA fyrir tímabilið 2019.

KA er í toppbaráttu í Bestu deildinni, liðið situr í 2. sæti deildarinnar og á góðan möguleika á því að ná Evrópusæti. Sjö umferðir eru eftir af mótinu, tveir leikir af tvöföldu umferðinni og svo fimm leikja úrslitakeppni.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Nökkva og toppbaráttuna í viðtali eftir sigur toppliðsins gegn Val í gær.

„Það er auðvitað ágætt. Ég get bara ekki verið að spá í það. Það er sjónarsviptir að Nökkva úr deildinni og frábært fyrir hann að fara út. Óska honum innilega til hamingju með það, hann er búinn að vinna fyrir því, leggja mikið á sig og eiga frábært sumar. Það er frábært fyrir hann en slæmt fyrir KA og deildina að missa hann, en góðir leikmenn þurfa að geta tekið skrefið. Hann er svo sannarlega búinn að sýna hvað hann er góður," sagði Óskar.

Sjá einnig:
Sævar segir ákvörðun KA mjög erfiða, en samt ekki
Óskar Hrafn: Ég ætla ekkert að vera að spá í þau
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner