Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vissi að þetta myndi gerast þegar ég sá hann fyrst"
Icelandair
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson gekk í raðir spænska úrvalsdeildarfélagsins Real Sociedad á dögunum.

Orri var undir lok félagaskiptagluggans einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu en hann var meðal annars orðaður við Englandsmeistara Manchester City. En hann endaði hjá Sociedad sem borgaði fyrir hann 20 milljónir evra til að fá hann frá FC Kaupmannahöfn.

„Ég vissi að þetta myndi gerast einhvern tímann þegar maður sá hann fyrst þegar hann var að koma upp í Köben," sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, liðsfélagi Orra í landsliðinu og fyrrum liðsfélagi hans hjá FCK.

„Ótrúleg gæði og alvöru markaskorari."

„Það er gríðarlega mikilvægt að hafa góðan markaskorara í liðinu sínu. Hann var besti leikmaður FCK undir lokin á síðasta tímabili og í byrjun þessa tímabils. Hann verðskuldaði að fá þessi skipti, það er gríðarlega flott fyrir hann."

Orri, sem er nýorðinn tvítugur, hefur spilað átta A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner