Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   fös 06. september 2024 21:51
Brynjar Ingi Erluson
KSÍ fékk sex mörk úr Fossvogi - „Vonandi ná þeir að redda okkur velli fyrir Evrópukeppnina“
Icelandair
Kári Árnason, spekingur á <i>Stöð 2 Sport</i>
Kári Árnason, spekingur á Stöð 2 Sport
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sölvi Geir sér um föstu leikatriðin hjá Íslandi
Sölvi Geir sér um föstu leikatriðin hjá Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni skoraði þrennu og Ari Sigurpáls eitt fyrir U21 en Kári vonast til að KSÍ endurlauni Fossvogsmörkin með því að hjálpa Víkingum að finna völl fyrir Sambandsdeildina
Kristall Máni skoraði þrennu og Ari Sigurpáls eitt fyrir U21 en Kári vonast til að KSÍ endurlauni Fossvogsmörkin með því að hjálpa Víkingum að finna völl fyrir Sambandsdeildina
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er í rauninni bara verið að gagnrýna frammistöðu ef úrslitin eru ekki til staðar. Ef að það er ekkert að frétta, slök frammistaða og úrsltitin ekki að koma þá er hægt að kvarta yfir frammistöðunni. Þetta var ekkert æðislegur leikur en við unnum leikinn,“ sagði Kári Árnason, spekingur hjá Stöð 2 Sport, eftir 2-0 sigur Íslands á Svartfjallalandi í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Íslenska liðið spilaði ekki sinn besta leik undir stjórn Åge Hareide en föstu leikatriðin gerðu út um hann.

Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið með skallamarki eftir hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og þá gerði Jón Dagur Þorsteinsson seinna markið, líka með skalla eftir hornspyrnu.

Kári og Lárus Orri Sigurðsson voru sérstaklega ánægðir með Stefán Teit Þórðarson, sem var valinn bestur hér á Fótbolta.net, en Jóhann Berg Guðmundsson og Hákon Rafn Valdimarsson fengu einnig tilnefningu.

„Mér fannst Stefán Teitur mjög flottur. Byrjaði leikinn á að bera boltann svolítið upp. Mjög öruggur í sínum aðgerðum og Jói með honum,“ sagði Kári og var Lárus sammála, en hann bætti Hákoni Rafni Valdimarssyni við. „Ég myndi kannski bæta Hákon inn í þetta. Kannski ekki mikið að gera hjá honum í leiknum sjálfum en þegar á þurfti þá greip hann inn í,“ sagði Lárus.

Sex mörk úr Fossvogi

Það hefur verið komið inn á það að Sölvi Geir Ottesen er kominn inn í teymi A-landsliðsins. Hans hlutverk er meðal annars að sjá um föstu leikatriðin og hefur hann eflaust verið ánægður með sitt hlutverk eftir leik kvöldsins.

Kári benti þá á það að öll sex mörkin hjá A-landsliðinu og U21 í dag hafi komið úr Fossvoginum en Kristall Máni Ingason gerði þrennu og þá gerði Ari Sigurpálsson eitt í 4-2 sigri U21 á Dönum.

Hann vonar að þetta framlag Víkings til KSÍ auðveldi fyrir að redda Víkingum völl fyrir Sambandsdeild Evrópu.

„Jón Dagur er þarna til að blokka en þeir ná ekki að komast fram fyrir hann. Ef þú getur tekið boltann þá auðvitað reynir þú við hann. Ég held að einhver hafi reynt að komast fram fyrir hann en kannski ekki alveg náð því og þar af leiðandi skrítið að þeir reyni ekki að komast fyrir hann. Engu að síður sex mörk úr Fossvoginum í kvöld fyrir KSÍ. Vonandi ná þeir að redda okkur velli fyrir Evrópukeppnina,“ sagði Kári.

Lárus benti þó á það að varnarvinna Svartfellinga í hornunum hafi ekki verið góð.

„Hann er mjög flottur í þessu. Hann hefur þetta íslenska viðhorf, mjög fylginn sér, grimmur og harður, en ef við horfum á þessi bæði föstu leikatriði og reynum að horfa svolítið krítískt þá er þetta ekki góð varnarmennska heldur hjá þeim. Hann stígur þarna fram fyrir manninn sem á að vera á nærsvæðinu og sjáum líka fyrra markið okkar sem er flott hlaup þá er maðurinn þeirra í svæði þar sem hann stekkur út og tekur sinn mann þannig jújú mjög vel gert hjá okkur en kannski ekki sterkasti andstæðingurinn.“

Åge Hareide, þjálfari Íslands, talaði við Stöð 2 Sport eftir leik en Valur Páll Eiríksson spurði hann þar út í varnarleik Íslands í fyrirgjöfum Svartfellinga. Menn fjölguðu frekar inn á teig í stað þess að reyna að koma í veg fyrir fyrirgjafirnar og staðfesti Hareide að þetta væri hluti af leikskipulaginu.

„Jú, svolítið. EIns og Lárus kom inn á þá erum við ekki sammála öllu sem er að gerast en þá vitum við það að þetta er uppleggið og ef það klikkar þá munum við hanga hann á þessu,“ sagði Kári enn fremur.

Ísland mætir næst Tyrklandi ytra, en sá leikur fer fram á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner