Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 06. október 2019 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Wolfsburg upp í annað sætið
Wout Weghorst skoraði sigurmarkið.
Wout Weghorst skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Allir leikir dagsins í þýsku úrvalsdeildinni eru búnir. Wolfsburg skellti sér upp í annað sætið.

Wolfsburg tók á móti Union Berlín og var það aðeins eitt mark sem skildi liðin að. Markið gerði Wout Weghorst þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þetta var hörkuleikur en það var Wolfsburg sem stóð uppi sem sigurvegari. Wolfsburg er í öðru sæti með 15 stig, stigi minna en toppliðið, Borussia Mönchengladbach. Union Berlín er í 16. sæti með fjögur stig.

Þá gerðu Eintracht Frankfurt og Werder Bremen jafntefli eftir dramatík í lokin.

Davy Klaassen, fyrrum miðjumaður Everton og Ajax, skoraði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir Werder, en Frankfurt jafnaði á 55. mínútu. Sebastian Rode þar að verki. Andre Silva kom Frankfurt í forystu á 88. mínútu, en það dugði ekki til sigurs. Milot Rashica jafnaði úr vítaspyrnu í uppbótartímanum.

Lokatölur 2-2. Frankfurt er í níunda sæti með 11 stig. Werder Bremen fer upp fyrir Hoffenheim í 11. sæti.

Wolfsburg 1 - 0 Union Berlin
1-0 Wout Weghorst ('69 )

Eintracht Frankfurt 2 - 2 Werder
0-1 Davy Klaassen ('27 )
1-1 Sebastian Rode ('55 )
2-1 Andre Silva ('88 )
2-2 Milot Rashica ('90 , víti)

Sjá einnig:
Þýskaland: Alfreð kom ekki við sögu í stóru tapi
Athugasemdir
banner
banner