Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. október 2020 12:15
Elvar Geir Magnússon
Gunni Birgis og Ingó Sig stilla upp byrjunarliði Íslands
Icelandair
Ingó stillir upp sama byrjjunarliði og lék á EM 2016.
Ingó stillir upp sama byrjjunarliði og lék á EM 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kári Árnason.
Varnarmaðurinn Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Birgisson og Ingólfur Sigurðsson voru settir í landsliðsþjálfarastólinn í Innkastinu og látnir stilla upp byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Rúmeníu.

Liðin mætast á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld þar sem leikið verður til þrautar. Sigurliðið fer í hreinan úrslitaleik gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu um laust sæti á EM alls staðar.

„Ég held að mitt lið verði það sem Hamren muni stilla upp," sagði Gunnar Birgisson um sína uppstillingu en athygli vekur að hann velur ekki Kára Árnason sem hefur verið á meiðslalista Víkinga síðustu vikur.

„Maður teflir ekki á tvær hættur með meiðsli og annað," segir Gunnar.



Ingólfur Sigurðsson stillir upp kunnuglegu liði, sömu mönnum og komu íslenska landsliðinu í 8-liða úrslitin á EM 2016. Allt byrjunarliðið frá EM í Frakklandi er í hópnum núna.

„Þetta er uppskrift sem hefur sannað gildi sitt og svínvirkar. Við höfum verið í basli með hægri bakvarðarstöðuna og Birkir Már hefur sýnt það og sannað að hann er meira en nægilega góður til að spila á þessu leveli ennþá," segir Ingólfur.

„Jón Daði er með ákveðna eiginleika og svo er íslenska landsliðið bara búið til fyrir Kolbein."


Innkastið - Mátti ekki mæta í viðtal og allt í hnút í Evrópubaráttu
Athugasemdir
banner
banner