Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. október 2020 23:10
Victor Pálsson
Mancini vonsvikinn með að Emerson sé enn hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, er vonsvikinn með að Emerson Palmieri sé enn samningsbundinn Chelsea.

Emerson er ekki fastamaður í liði Chelsea en Juventus sýndi honum áhuga í sumar en ekkert varð úr skiptunum. Roma sýndi einnig áhuga en það er fyrrum félag leikmannsins.

Bakvörðurinn mun líklega spila með Chelsea þar til um áramótin en portúgalski glugginn er þó enn opinn.

Mancini vill nota Emerson í landsliðinu en það er erfitt á meðan leikmaðurinn spilar mjög takmarkað.

„Ég var að vonast til þess að Emerson myndi semja við félag þar sem hann getur spilað reglulega," sagði Mancini.

„Við höfum verið í smá vandræðum, við eigum færri Ítala en áður en við getum samt sett saman mjög gott lið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner