Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
QPR keypti bróður Joe Willock af Benfica (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Enska Championship félagið QPR gekk frá kaupum á Chris Willock, 22 ára kantmanni frá Benfica.

Chris er einn þriggja Willock bræðra sem eru atvinnumenn í knattspyrnu. Elsti bróðirinn heitir Matty og leikur fyrir Gillingham eftir að hafa komið upp í gegnum unglingaakademíu Manchester United. Miðjubróðirinn heitir Joe og á 64 leiki að baki fyrir Arsenal.

Chris Willock hóf ferilinn hjá Arsenal en skipti yfir til Benfica sumarið 2017 og gerði vel með B-liði félagsins. Í fyrra var hann lánaður til West Brom og Huddersfield en fékk ekki tækifæri með WBA. Hann reyndist lykilmaður hjá varaliðinu og skipti svo yfir til Huddersfield eftir áramót. Hann skoraði einu sinni á rétt rúmum 400 mínútum í Championship deildinni.

Willock skrifar undir þriggja ára samning við QPR sem borgar rétt tæpa milljón evra fyrir.


Athugasemdir
banner
banner