Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2020 19:30
Victor Pálsson
Solskjær sáttur: Höfum fylgst með honum í dágóðan tíma
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gat brosað í gær eftir að félagið tryggði sér þjónustu bakvarðarins Alex Telles frá Porto.

Telles kostaði United um 17 milljónir evra en hann hefur staðið sig með prýði í Portúgal og var orðaður við hin ýmis félög.

Telles er 27 ára gamall en undanfarin fjögur ár hefur hann leikið með Porto og var áður hjá Galatasaray í Tyrklandi.

Vinstri bakvörðurinn mun berjast við Luke Shaw um byrjunarliðssæti og er Solskjær ánægður með þessi kaup félagsins.

„Fyrst og fremst þá vil ég bjóða Alex velkominn til félagsins. Hann er leikmaður sem við höfum fylgst með í dágóðan tíma og hvernig hann hefur spilað síðustu ár er eitthvað sem við leituðum að," sagði Solskjær.

„Hann er keppnismaður og sigurvegari og mun koma með það í leikmannahópinn. Hann er með gæði bæði sem leikmaður og sem manneskja, eitthvað sem við viljum hér hjá Manchester United."

Athugasemdir
banner
banner
banner