Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. október 2022 12:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrirliði Leiknis: Hefði verið miklu, miklu verra að heyra eitthvað út í bæ
Kann að meta að Siggi hafi sjálfur sagt hópnum tíðindin
Bjarki Aðalsteinsson
Bjarki Aðalsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann er ótrúlega hreinn og beinn, heiðarlegur og þannig gerður að hann hafi bara viljað tilkynna hópnum strax án þess að það færu einhverjar sögusagnir í gang
Hann er ótrúlega hreinn og beinn, heiðarlegur og þannig gerður að hann hafi bara viljað tilkynna hópnum strax án þess að það færu einhverjar sögusagnir í gang
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fram hefur komið tilkynnti Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, leikmannahópi sínum að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins að tímabili loknu. Siggi sagði hópnum tíðindin fyrir æfingu gærdagsins.

Siggi sagði við Fótbolta.net að hann vildi sjálfur vera sá aðili sem myndi segja leikmannahópnum tíðindin.

„Ég er þjálfari Leiknis og ég held að strákarnir kunni miklu betur að meta það að ég segi þeim frá þessu heldur en að þeir fari að heyra kjaftasögur og þær grasserist eitthvað í hópnum," sagði Siggi meðal annars.

Sjá einnig:
Siggi Höskulds: Frekar að strákarnir heyri þetta frá mér heldur en einhverjar kjaftasögur

Fótbolti.net ræddi við Bjarka Aðalsteinsson, fyrirliða Leiknis.

„Eins og gefur að skilja kom þetta á óvart en ég held að hópurinn hafi tekið þessu ágætlega, það er svona tilfinningin. Hann tilkynnti okkur þetta fyrir æfingu í gær. Svo var bara áfram gakk, rætt um næsta leik á sunnudag sem er risaleikur. Það var ekki meira gert úr því en það."

„Það var ekki nein umræða farin í gang varðandi það að Siggi gæti verið að hætta, allavega ekki sem ég fann fyrir."


Var betra að heyra þetta frá þjálfaranum heldur en annars staðar frá?

„Já, ég hefði alltaf viljað heyra þetta beint frá Sigga. Líka hvernig samband hans við hópinn hefur verið. Hann er ótrúlega hreinn og beinn, heiðarlegur og þannig gerður að hann hafi bara viljað tilkynna hópnum strax án þess að það færu einhverjar sögusagnir í gang. Eftir á að hyggja kann ég ótrúlega mikið að meta það, að hann hafi gert það strax í staðinn fyrir að maður sé að heyra eitthvað út í bæ að Siggi sé mögulega að hætta. Það hefði verið miklu, miklu verra. Fyrir mér var þetta það eina í stöðunni."

Framundan eru fjórir leikir í fallbaráttunni hjá Leikni. Næsti leikur er gegn FH sem er í sætinu fyrir neðan Leikni.

„Það er þvílíkt hungur í hópnum, fundum það eftir að venjulega tímabilinu lauk - fyrir úrslitakeppnina. Við vorum hundfúlir með leikinn gegn Fram, leikur sem við hefðum getað unnið. Staðan á hópnum er þannig að við erum ógeðslega gíraðir í þessa síðustu fjóra leiki," sagði Bjarki að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner