Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. október 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðasti dansinn hjá Messi
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Lionel Messi hefur gefið það út að HM í Katar verði hans síðasta heimsmeistaramót á ferlinum.

Messi er einn besti fótboltamaður sögunnar - ef ekki sá besti - en þetta eru verðlaunin sem hann á eftir að vinna, gullverðlaun á HM. Hann komst nálægt því árið 2014 er Argentína tapaði gegn Þýskalandi í úrslitaleiknum.

Messi mun fara fyrir sínu liði í Katar en mótið verður hans síðasta með landsliðinu.

„Mótið verður mitt síðasta, það er klárt mál," sagði Messi í samtali við fréttamanninn Sebastián Vignolo.

Messi, sem er 35 ára, hefur átt glæstan feril. Hann hefur alls spilað 164 landsleiki með Argentínu og skorað í þeim 90 mörk.
Athugasemdir
banner