Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. október 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Son minnist Ventrone - „Munum sakna þín svo, svo mikið"
Ventrone og Son.
Ventrone og Son.
Mynd: Getty Images
Það ríkir mikil sorg hjá Tottenham þessa stundina en það var sagt frá því morgun að þrekþjálfari liðsins, Gian Piero Ventrone, væri látinn eftir stutta baráttu við krabbamein.

Ventrone var 61 árs gamall og gekk undir gælunafninu 'The Marine' vegna krefjandi æfingaaðferða.

Ventrone tók til starfa hjá Tottenham í nóvember á síðasta ári sem hluti af þjálfarateymi Antonio Conte. Hann átti stóran þátt í því að bæta líkamlegt ástand leikmanna.

Leikmenn gerðu sér grein fyrir mikilvægi Ventrone og virðingin fyrir honum var gríðarleg. Son Heung-min og Ventrone áttu sterkt samband og Son fagnaði með honum eftir að hafa skorað þrennu gegn Leicester þann 17. september.

Son minntist Ventrone með færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Heimurinn er búinn að missa sérstaka manneskju," skrifar Son við mynd af þeim félögum. Hann segist ótrúlega þakklátur fyrir þann tíma sem þeir áttu saman.

„Við munum sakna þín svo, svo mikið. Takk fyrir allt."


Athugasemdir
banner
banner
banner