Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. október 2022 16:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að ótrúlegur árangur Haaland sé að hafa áhrif á Nunez
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: EPA
Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að velgengi Erling Braut Haaland með Manchester City sé að hafa áhrif á Darwin Nunez, sóknarmann Liverpool.

Nunez var keyptur fyrir 64 milljónir punda frá Benfica í sumar en fer hægt af stað.

Eftir að hafa afplánað þriggja leikja bann eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Crystal Palace hefur Nunez mistekist að skora í fimm leikjum fyrir Liverpool.

Á meðan hefur Haaland - sem var keyptur til Man City fyrir minni upphæð í sumar - algjörlega blómstrað. Það var mikil umræða um það í sumar hvor þeirra myndi standa sig betur og hvor yrði betri í enska boltanum en það er spurning sem er einfaldlega hlegið að í dag.

Enrique telur að samanburðurinn við Haaland hafi áhrif andlega á Nunez, það sé að trufla hann.

„Þetta er klárlega að hafa áhrif á hann andlega, þetta er ekki að hjálpa honum," segir Enrique.

Spánverjinn segir að Nunez eigi að gleyma Haaland. „Þetta á ekki að hafa áhrif á Nunez en leikmenn bera sig alltaf saman við aðra leikmenn. Liðin tvö sem hafa verið að berjast um Englandsmeistaratitilinn síðustu ár keyptu bæði leikmenn á mikinn pening."

„Hann á að einbeita sér að sinni frammistöðu, bæta enskuna sína og gleyma Haaland," segir Enrique.

Enrique minntist einnig á það að Liverpool sé ekki vant því að spila með sóknarmann eins og Nunez, hreinræktaða níu. Það taki tíma fyrir hann að venjast liðinu og sömuleiðis fyrir liðið að venjast honum.

Það er svo sannarlega mikil pressa á úrúgvæska sóknarmanninum enda var hann keyptur fyrir mikinn pening. En það verður áhugavert að sjá hvernig hann mun þróast í liði Liverpool í vetur.
Athugasemdir
banner
banner