Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 06. október 2023 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Rúnar Páll fullur tilhlökkunar: Allt í lagi að breyta þeirri staðreynd á morgun
Rúnar er spenntur að taka þátt í úrslitaleik.
Rúnar er spenntur að taka þátt í úrslitaleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gilli var í banni í síðasta leik.
Gilli var í banni í síðasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viljinn til að klára það verkefni var til staðar
Viljinn til að klára það verkefni var til staðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir skoraði gegn Keflavík. Hann hefur mikið glímt við meiðsli á tímabilinu.
Ásgeir skoraði gegn Keflavík. Hann hefur mikið glímt við meiðsli á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Morgundagurinn leggst mjög vel í mig, gríðarleg tilhlökkun og gaman að taka þátt í svona úrslitaleik. Við erum ótrúlega vel gíraðir í þetta," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, við Fótbolta.net í dag.

Lokaumferðin í Bestu deildinni fer fram á morgun og er Fylkir í fallhættu, liðið er með tveimur stigum meira en ÍBV sem er í fallsæti.

Fylkir lagði Keflavík í síðustu umferð og segir Rúnar andann í hópnum vera góðan.

„Það hjálpar alltaf til að vinna, andinn er frábær, stemningin góð og eftirvænting. Þetta snýst bara um okkur sjálfa og er í okkar höndum. Við þurfum ekki að stóla á neinn á annan en okkur sjálfa. Það er gott veganesti til að taka með í leikinn."

Föstu leikatriðin skiluðu mörkum
Fylkir skoraði þrjú mörk í Keflavík. Hvað var það sem gekk upp sem olli því að Fylkir tók öll stigin þar?

„Við skorum tvö mörk úr föstum leikatriðum og vorum duglegir. Við vorum beinskeyttari í seinni hálfleiknum og nýttum föstu leikatriðin sem var það sem skóp sigurinn. Viljinn til að klára það verkefni var til staðar og það var nauðsynlegt að vinna leikinn miðað við hvernig hinir leikirnir fóru. Þetta var erfiður leikur á móti Keflavík sem hafði engu að tapa."

Frammistöðurnar verið ágætar
Fannstu mun á frammistöðunni í leiknum miðað við leikina á undan?

„Við áttum frábæra frammistöðu á móti HK í leiknum á undan þar sem við vorum einum færri í 90 mínútur. Við náðum einhvern veginn að herja fram jafntefli og hefðum getað klárað leikinn í lok leiks. Það eru búnar að vera ágætis frammistöður í úrslitakeppninni þó að við höfum tapað stórt á móti KA. Eins og sá leikur þróaðist, tækifærin sem liðin fengu, þá töpuðum við þeim leik mjög ósanngjarnt. Frammistöðurnar hafa verið ágætar, við þurfum bara að byggja á því, njóta þess að spila og hafa gaman."

Verður einhver breyting á hópnum frá síðasta leik?

„Gilli (Sveinn Gísli Þorkelsson) kemur inn eftir að hafa tekið út leikbann. Unnar (Steinn Ingvarsson) kemur svo aftur inn eftir veikindi. Annars er þetta hefðbundið. Emil (Ásmundsson) er áfram meiddur, meiddist gegn HK."

Ekkert að pæla í hvar sigrarnir vinnast
Fylkir hefur ekki unnið heimaleik síðan í maí. Er þetta eitthvað sem þið hafið rætt?

„Nei, við höfum ekki gert það, ekki pælt mikið í því. Það þýðir ekkert að velta því fyrir sér hvar við vinnum leikina. Við höfum ekki unnið það marga leiki að við getum verið að velta því fyrir okkur hvar við vinnum þá. Það er allt í lagi að breyta þessari staðreynd á morgun, en við erum ekkert að pæla í þessu."

Með augu á stöðunni í Eyjum
Fylkir er með örlögin í sínum höndum, en verða augu á gangi máli í Vestmannaeyjum?

„Að sjálfsögðu fylgjumst við með, verðum að gera það og eðlilegt að við gerum það. En þetta snýst bara um okkur og okkar frammistöðu. Við þurfum að leggja líf og sál okkar í þetta og svo sjáum við hver útkoman verður. Meira getum við ekki."

Munu keyra á sínum gildum
Heldur þú að Fylkisliðið muni koma áhorfendum eitthvað á óvart á morgun, einhver önnur nálgun en hefur verið í sumar?

„Það væri mjög vitlaust af mér að segja þér það og það yrði svo birt fyrir leikinn," sagði Rúnar á léttu nótunum.

„En nei, það að fara að breyta einhverju fyrir lokaleik; úrslitaleik. Það væri mjög vitlaust. Við reynum að keyra á okkar gildum, okkar stemningu og reyna ná fram okkar bestu frammistöðu til þess að fá úrslit á morgun. Ekkert flóknara en það," sagði Rúnar að lokum.

   06.10.2023 13:00
Snýr aftur í Árbæinn og gæti fellt uppeldisfélagið - „Mættur til að vinna"

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner