Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 06. október 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Tipsbladet 
Toddi staðfestir áhuga FCK - Vonar að Gunnar skrifi undir samning
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: KSÍ
FC Kaupmannahöfn fylgist náið með framgöngu Gunnars Orra Olsen, 15 ára sóknartengiliðs yngri flokka Stjörnunnar og U17 landsliðs Íslands.

Íslenskir leikmenn hafa verið að gera góða hluti með FCK á undanförnum misserum og gæti Gunnar Orri verið næstur til að ganga í raðir danska stórveldisins.

„Við höfum heyrt af miklum áhuga en það hafa ekki verið nein alvöru samskipti," sagði Þorvaldur Örlygsson rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar eða 'yfirmaður fótboltamála' við Tipsbladet. „Við höfum heyrt af áhuga frá FC Kaupmannahöfn og fleiri félögum og vonandi verður eitthvað úr því á næstu mánuðum."

Gunnar getur í fyrsta lagi skipt til FCK í mars þegar hann verður 16 ára gamall en Stjarnan vonast til að táningurinn skrifi undir samning í Garðabænum fyrst svo félagið geti selt hann.

„Við erum auðvitað að reyna að sannfæra hann um að skrifa undir samning, eins og við gerum við alla efnilega unga leikmenn félagsins. Við viljum alltaf að þeir skrifi undir samning og eftir það fá þeir tækifæri til að taka næsta skref á ferlinum.

„Í fullkomnum heimi koma félög eins og FC Kaupmannahöfn og önnur stór félög og kaupa leikmenn frá okkur. Það hjálpar okkur að stækka sem félag og fá pening inn í kassann, sem er mikilvægt fyrir uppbyggingu til framtíðar."


ÍA hagnaðist til dæmis mikið þegar FCK keypti Hákon Arnar Haraldsson og seldi svo aftur til Lille í Frakklandi, þar sem Skagamenn héldu prósentuhlutfalli af endursölurétti leikmannsins.

„Það er mikið af mjög efnilegum fótboltamönnum á Íslandi og er Gunnar einn þeirra. Hann getur nýtt hæfileikana sína til að eiga frábæran feril. Það er eitt að búa yfir hæfileikunum en það er annað að kunna að fullnýta þá til að eiga farsælan feril."

FCK þekkir vel til Gunnars eftir að hann hélt til æfinga hjá félaginu í nóvember í fyrra.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá frammistöðu Gunnars úr landsleik U16 liðs Íslands gegn Ungverjalandi og Tipsbladet deildi í frétt sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner