Arsenal vann Southampton í gær 3-1 á Emirates leikvangnum eftir að hafa lent undir. Eins og flestir vita spilaði Aaron Ramsdale, markvörður Southampton, með Arsenal en hann á 89 leiki fyrir Skytturnar.
Arteta átti spjall með Ramsdale eftir leik en hann hefur opinberað hvað fór þeirra á milli eftir leikinn.
„Ég óskaði honum góðs gengis og hrósaði honum hvernig hann og liðið spilaði í gær. Ég óska þeim góðs gengis og ég vona að þeir standi sig vel. Sérstaklega fyrir þjálfarann og Aaron líka þetta er mjög gott lið.“
Fyrir leik opnaði Ramsdale sig um skilnaðinn við Arsenal og sagði að hann þurfti að fara til þess að fá spiltíma. Eftir að David Raya kom til félagsins var erfitt fyrir englendinginn að komast í byrjunarliðið en hann lék aðeins 6 leiki í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.
„Það var erfitt að yfirgefa þetta félag en þegar allt kemur til alls vildi ég bara spila fótbolta og ég er þakklátur Southampton fyrir það að gefa mér traustið og tækifæri til þess.“ sagði Ramsdale einnig.