Brighton 3 - 2 Tottenham
0-1 Brennan Johnson ('23)
0-2 James Maddison ('37)
1-2 Yankuba Minteh ('48)
2-2 Georginio Rutter ('58)
3-2 Danny Welbeck ('66)
0-1 Brennan Johnson ('23)
0-2 James Maddison ('37)
1-2 Yankuba Minteh ('48)
2-2 Georginio Rutter ('58)
3-2 Danny Welbeck ('66)
Brighton og Tottenham áttust við í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð gríðarlega mikil skemmtun.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en gestirnir frá London tóku forystuna eftir flotta sendingu Dominic Solanke í frábært hlaup hjá Brennan Johnson sem skoraði einn á móti Bart Verbruggen.
Verbruggen gerði svo mistök rúmlega tíu mínútum síðar, þegar hann hleypti skoti frá James Maddison í netið þrátt fyrir að vera með hendur í boltanum.
Heimamenn í liði Brighton skiptu um gír í síðari hálfleik og voru snöggir að snúa stöðunni við.
Yankuba Minteh minnkaði fyrst muninn eftir sendingu frá Kaoru Mitoma, áður en Georginio Rutter skoraði jöfnunarmark eftir sendingu frá Mitoma.
Það var svo Danny Welbeck sem gerði þriðja mark Brighton eftir magnaðan undirbúning frá Rutter, sem losaði sig frá þremur varnarmönnum áður en hann tæklaði boltann inn í teiginn til að gefa ótrúlega stoðsendingu. Welbeck stangaði boltann í netið og gerðu heimamenn vel að halda í forystuna til leiksloka.
Niðurstaðan magnaður 3-2 sigur Brighton sem er komið með 12 stig eftir 7 fyrstu umferðir tímabilsins.
Tottenham er með 10 stig.
Athugasemdir