Valur fór í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu þar Breiðablik. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli í skemmtilegum leik.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 2 Valur
„Erfiður leikur gegn góðu liði sem var á bullandi siglingu, búnir að vinna níu af síðustu tíu leikjum. Þeir eru í þessari titilbaráttu sem við vildum vera í. Við erum nú í harðri baráttu um Evrópusæti."
„Fyrir leik tókum við stig sem væri mikilvægt í baráttu sem framundan er í síðustu tveimur leikjum. Það er alltaf markmið að vinna leiki en úr því sem komið var er þetta gott stig."
Margir mikilvægir leikmenn Vals eru meiddir.
„Núna kemur tveggja vikna hlé, kærkominn tími fyrir okkur að endurheimta menn."
„Í undanförnum leikjum er andi í liðinu, mikil vinnusemi og mikil samstaða. Þá skiptir ekki máli hver verður kominn til baka og hver ekki. Valsliðið verður byggt á stolti og samstöðu og þannig verður það."
Gylfi Þór var utan hóps í kvöld en er í landsliðshóp.
„Gylfi gerði allt í gær og fyrradag til að spila í kvöld. Það var mikill vilji, hann var betri og gerði allt sem hann gat til að vera klár en því miður gekk það ekki.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir