Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 06. nóvember 2024 23:13
Brynjar Ingi Erluson
Emery: Stærstu mistök sem ég hef orðið vitni að á ferlinum
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Unai Emery segir að skelfileg mistök Tyrone Mings hafi breytt leiknum er liðið tapaði fyrir Club Brugge, 1-0, í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Villa-liðið var ekki samkvæmt sjálfu sér í leiknum. Það fann enga leið til að brjóta niður varnarmúr Brugge og ekki hjálpaði það þegar Mings fékk á sig vítaspyrnu snemma í þeim síðari.

Mings tók upp boltann í eigin teig með báðum höndum og vítaspyrna dæmd. Þannig er mál með vexti að Villa átti markspyrnu sem Emiliano Martínez tók snöggt á Mings sem áttaði sig ekki á því að Martínez væri búinn að taka spyrnuna.

Því tók hann boltann upp með höndum og stillti honum upp fyrir Martínez. Dómarinn benti á punktinn og var Mings alveg gáttaður á því að hann hafi dæmt vítaspyrnu.

„Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleiknum. Við sköpuðum færi en skoruðum ekki. Við fengum eitt færi frá þeim. Leikurinn var meira og minna í okkar höndum. Í seinni hálfleik voru það mistökin sem breytti öllu.“

„Mistökin hans voru svo ótrúlega skrítin. Þetta eru stærstu mistök sem ég hef orðið vitni að á ferlinum. Við getum gert mistök í uppspilinu og reynum að stjórna leikjum með því að halda í boltann og reyna að stöðva andstæðinginn sem við gerðum vel í fyrri hálfleiknum. Við töpuðum einum eða tveimur boltum, en vorum alltaf í stöðu til að koma til baka en þessi mistök voru mjög furðuleg.“

„Þetta eru ein mistök sem eru mjög skrítin og hefur bara gerst einu sinni í mínu lífi,“
sagði Emery.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner