Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. nóvember 2024 12:18
Innkastið
Hræðilegur endir tímabilsins hjá Fram - „Þetta er ekki boðlegt“
Fram tapaði átta af síðustu tíu leikjum sínum.
Fram tapaði átta af síðustu tíu leikjum sínum.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
„Þetta var hræðilegur endir fyrir Framara, bara hræðilegur. Um leið og taktíkin fór að klikka þá hrundi allt einhvern veginn,“ segir Valur Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net í lokaþætti Innkastsins.

Eftir öfluga frammistöðu framan af móti þá var Fram í frjálsu falli á lokakafla mótsins. Fram vann bara einn af síðustu tíu leikjum sínum í Bestu deildinni, gegn botnliði Fylkis. Liðið tapaði átta af þessum leikjum.

„Þegar allt er tínt til er þetta bara dapurt tímabil hjá Fram, út af þessum lokaspretti hjá þeim," segir Elvar Geir Magnússon.

„Í síðustu fjórum leikjunum fengu þeir sjö mörk á sig á móti KR, fjögur mörk á móti Vestra, tapa 2-1 fyrir HK og fá svo fjögur mörk á sig gegn KA. Þetta er ekki boðlegt. Eins og maður var rosalega hrifinn af þeim í byrjun móts með þetta þriggja miðvarða kerfi," segir Valur.

„Þegar Kyle meiðist er eins og allt hrundi. Það kemur rosalega á óvart hvað þeir enduðu þetta illa. Það eru gæði í þessum hóp og þeir eiga að vera betri en þetta."

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram sagði eftir lokaumferðina að tímabilið hafi verið lærdómsríkt og hann væri með skýra mynd af því hvað þyrfti að bæta hjá liðinu fyrir það næsta.
Innkastið - Grimmir Blikar verðskuldaðir meistarar
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 10 7 10 44 - 48 -4 37
2.    KR 27 9 7 11 56 - 49 +7 34
3.    Fram 27 8 6 13 38 - 49 -11 30
4.    Vestri 27 6 7 14 32 - 53 -21 25
5.    HK 27 7 4 16 34 - 71 -37 25
6.    Fylkir 27 5 6 16 32 - 60 -28 21
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner