Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
banner
   mið 06. nóvember 2024 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Neymar spilar líklega ekki meira á þessu ári
Mynd: Getty Images
Neymar, leikmaður Al-Hilal í Sádi-Arabíu, verður ekki með liðinu næstu 4-6 vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Esteghlal í Meistaradeild Asíu á dögunum.

Dvöl Neymars í Sádi-Arabíu hefur verið alger martröð til þessa. Hann kom til félagsins frá Paris Saint-Germain á síðasta ári en lék aðeins fimm leiki áður en hann sleit krossband.

Endurhæfingin gekk hægt hjá Brasilíumanninum sem varð til þess að hann var ekki skráður í hóp liðsins í deildinni fyrir þetta tímabil. Hann er löglegur með liðinu í Meistaradeild Asíu og fengið mínútur þar, en það kom bakslag í síðasta leik.

Neymar kom inn af bekknum á móti Esteghlal en þurfti að fara af velli undir lok leiksins vegna meiðsla aftan í læri.

Al Hilal hefur nú gefið það út að Neymar verði frá í 4-6 vikur, en þetta gæti þýtt að hann verði ekki meira með liðinu á þessu ári. Síðasti leikur ársins hjá Al Hilal er 7. desember gegn Al Raed.

Samkvæmt erlendum miðlum er Al Hilal sagt íhuga að rifta samningi sínum við Neymar, en hann er samningsbundinn út þetta tímabil.

Neymar hefur verið orðaður við bandaríska félagið Inter Miami síðustu vikur og þá er uppeldisfélag hans. Santos, sagt áhugasamt um að fá hann aftur heim.


Athugasemdir
banner
banner