Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Heimir Guðjóns: Færeyingar taka fram úr ef við gerum ekkert
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir nauðsynlegt að lengja tímabilið á Íslandi og fjölga leikjum. Heimir hefur undanfarin tvö ár þjálfað HB í Færeyjum en þar hefst mótið í mars og lýkur í lok október.

Í Færeyjum eru 27 leikir í efstu deild en tíu lið eru í deildini og spiluð er þreföld umferð. Umræðan um lengingu Íslandsmótsins er hávær þessa dagana og Heimir vill sjá breytingar sem fyrst.

„Til að lengja þetta þarftu að gervigrasvæða. Þá getur þú byrjað fyrr og endað fyrr. Ef við gerum ekkert á Íslandi þá taka Færeyingar fram úr okkur eftir 7, 8 eða 10 ár," sagði Heimir í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf.

„Ef við ætlum að taka skref fram á við þá þurfa að vera fleiri leikir og það þarf að lengja mótið. "

Þjálfarar í Pepsi Max-deildinni vilja fjölgun leikja en þeir hafa misjafnar skoðanir á því hvernig á að lengja mótið. Sjálfur vill Heimir spila þrefalda umferð í tólf leikja deild.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Heimi í heild. Hann talar um lengingu mótsins á mínutu 54.


Fótboltapólitíkin - Þreföld umferð á Íslandsmótinu 2021?
Athugasemdir
banner
banner
banner