
Spænska landsliðið er úr leik á HM eftir að hafa fallið úr leik eftir vítaspyrnukeppni gegn Marokkó í dag.
Þetta eru mikil vonbrigði fyrir spænska liðið en Luis Enrique þjálfari liðsins var spurður út í framtíð sína eftir leikinn.
„Ég get ekkert sagt því ég veit ekkert. Landsliðið hefur tíma, ég er ánægður með spænska sambandið, forsetann og íþróttastjórann," sagði Enrique.
Hann myndi vilja þjálfa liðið alla ævi.
„Ef ég fengi að ráða væri ég hér til æviloka, en það er ekki staðan. Ég þarf að hugsa það vel hvað sé best fyrir mig og landsliðið. Allt mun hafa áhrif," sagði Enrique.
Athugasemdir