Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 06. desember 2022 19:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kom inn í liðið fyrir Ronaldo og skoraði stórkostlegt mark
Lætur skotið ríða af
Lætur skotið ríða af
Mynd: Getty Images

Portúgal er komið með forystuna gegn Sviss í síðasta leik 16-liða úrslitana á HM í Katar en það var Goncalo Ramos sem skoraði markið.


Markið kom á 17. mínútu en hann átti glæsilegt skot úr erfiðu færi en boltinn fór í þaknetið, óverjandi fyrir Yann Sommer í marki Svisslendinga.

Ramos er 21 árs gamall leikmaður Benfica en hann var búinn að spila 9 mínútur á mótinu áður en það kom að leiknum í kvöld. Hann kom inn í byrjunarliðið í stað Cristiano Ronaldo.

Markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner