
Portúgal er komið með forystuna gegn Sviss í síðasta leik 16-liða úrslitana á HM í Katar en það var Goncalo Ramos sem skoraði markið.
Markið kom á 17. mínútu en hann átti glæsilegt skot úr erfiðu færi en boltinn fór í þaknetið, óverjandi fyrir Yann Sommer í marki Svisslendinga.
Ramos er 21 árs gamall leikmaður Benfica en hann var búinn að spila 9 mínútur á mótinu áður en það kom að leiknum í kvöld. Hann kom inn í byrjunarliðið í stað Cristiano Ronaldo.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Goncalo Ramos með ótrúlega afgreiðslu og kemur Portúgal yfir. Fernando Santos, þjálfari Portúgal, sér ekki eftir því að velja framherjann unga fram yfir Cristiano Ronaldo 🎯 pic.twitter.com/NNeVBOgXMX
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 6, 2022
Athugasemdir