Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mið 06. desember 2023 18:51
Brynjar Ingi Erluson
Gummi Tóta hafði betur gegn Ögmundi
Gummi Tóta er kominn með annan fótinn í 8-liða úrslit gríska bikarsins
Gummi Tóta er kominn með annan fótinn í 8-liða úrslit gríska bikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson og félagar í OFI Crete unnu 3-1 sigur á Ögmundi Kristinssyni og hans mönnum í Kifisias í gríska bikarnum í kvöld.

Guðmundur lék allan leikinn í vörn OFI Crete á meðan Ögmundur stóð á milli stanganna hjá Kifisias. Þetta var fyrsti leikur Ögmundar síðan í lok september.

Crete vann góðan sigur og er því komið í ágætis stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli Kifisias 10. janúar.

Atromitos gerði þá 1-1 jafntefli við AEL Larissa á sama tíma, en Samúel Kári Friðjónsson var ekki með Atromitos vegna veikinda.

Liðin eigast aftur við þann 10. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner