Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 06. desember 2024 12:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haukur Leifur í HK (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: HK
HK tilkynnti í dag að Haukur Leifur Eiríksson væri orðinn nýr leikmaður félagsins. Fótbolti.net greindi frá því í vikunni að hann væri búinn að skrifa undir samning við félagið og gildir sá samningur út tímabilið 2027.

Haukur er 22 ára gamall og er uppalinn hjá FH. Hann kemur til HK frá Þrótti Vogum þar sem hann hefur spilað síðustu fjögur tímabil.

Fyrsta tímabilið, 2021, lék Haukur undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar hjá Þrótti en Hemmi tók við HK eftir að tímabilinu í ár lauk. Haukur er fyrsti leikmaðurinn sem Hemmi sækir.

Haukur var einnig orðaður við Njarðvík en endaði hjá HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner