Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. janúar 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wijnaldum vill vera hjá Liverpool eins lengi og mögulegt er
Wijnaldum, Virgil van Dijk og Meistaradeildarbikarinn.
Wijnaldum, Virgil van Dijk og Meistaradeildarbikarinn.
Mynd: EPA
Georginio Wijnaldum er ánægður í herbúðum Liverpool og vill vera hjá félaginu eins lengi og mögulegt er.

Sky Sports er með þessi tíðindi.

Wijnaldum á aðeins 18 mánuði eftir af samningi sínum og hafa verið sögur um að hann gæti farið þegar samningur hans er á enda. Miðjumaðurinn telur þó að hann sé hjá besta félagi í heimi og viðræður um nýjan samning séu í vændum.

Hinn 29 ára gamli Wijnaldum er sáttur og enginn hjá félaginu er að stressa sig á samningastöðu hans.

Hollendingurinn er einbeittur á að vinna ensku úrvalsdeildina með Liverpool á þessu tímabili, en félagið er á toppi deildarinnar með 13 stiga forskot.

Wijnaldum hefur nú þegar hjálpað Liverpool að vinna Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða.
Athugasemdir
banner
banner