Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. janúar 2023 12:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Manchester United harmar söngva stuðningsmanna sinna
Mynd: EPA

Enska fótboltasambandið hefur hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað á leik Manchester United og Everton í gærkvöldi þar sem hópur stuðningsmanna United söng hómófóbíska söngva um Frank Lampard stjóra Everton.


Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Hómófóbía, eins og allar tegundir mismununar, á engan stað í fótbolta. Manchester United er stolt af fjölbreytileika stuðningsmanna liðsins og vinnuna sem við höfum lagt í að minnka tilvik eins og við urðum því miður vitni af í dag," segir í yfirlýsingu frá Manchester United.

„Við munum halda áfram að berjast gegn mismunum hvort sem það sé innan veggja vallarins eða á netinu, meðal annars með því að fræða stuðningsmenn um afleiðingar þess að nota niðrandi orð."

Rainbow Devils, LGBTQ+ stuðningsmannahópur Manchester United sendi frá sér yfirlýsingu á meðan á leiknum stóð.

„Við fordæmum harðlega grín sem var gert af Frank Lampard með ólöglegum og hómófóbískum söngvum frá hluta af stuðningsmönnum okkar og viljum að félagið geri eitthvað í þessu," segir á Twitter síðu stuðningshópsins.


Athugasemdir
banner
banner