Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. janúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Til Hull eftir misheppnaða dvöl hjá Venezia (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Aaron Connolly framherji Brighton er genginn til liðs við Hull á láni en liðið leikur í Championship deildinni.


Connolly fór á lán til Venezia í næst efstu deild á Ítalíu þar sem hann ætlaði að vera út tímabilið. Hann lék aðeins 5 leiki og skoraði ekki mark og snéri aftur til Brighton.

Hann er nú búinn að finna sér nýtt lið og þar fer hann til Liam Rosenior stjóra Hull sem þjálfaði hann í u23 ára liði Brighton.

„Connolly er leikmaður með mikla hæfileika, hann er enn mjög ungur og getur skorað mörk. Síðustu tvö ár hafa kannski ekki farið eins og hann bjóst við. Ég hef þekkt hann síðan hann var 16 ára. Ég veit hvernig hann virkar og ég get ekki beðið eftir því að vinna með honum," sagði Rosenior.


Athugasemdir
banner
banner
banner