Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 07. febrúar 2021 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dias tók um höfuð Zinchenko og færði hann
Ruben Dias.
Ruben Dias.
Mynd: Getty Images
Manchester City lagði Liverpool að velli, 1-4, í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Man City hefur verið á miklu skriði og er núna búið að vinna 14 leiki í röð í öllum keppnum. City er með fimm stiga forskot og leik til góða á toppi ensku deildarinnar.

Ein af ástæðunum fyrir þessum góða árangri er portúgalski miðvörðurinn Ruben Dias, sem var keyptur frá Benfica síðasta sumar. Dias hefur komið frábærlega inn í varnarlínu City og myndað sterkt miðvarðarpar með John Stones.

Það vakti athygli í leiknum í dag þegar Liverpool átti aukaspyrnu og City stillti upp í varnarvegg. Dias var í veggnum og fyrir aftan hann lá Oleksandr Zinchenko. Þetta er aðferð sem mörg lið eru farin að nota, að hafa einhvern liggjandi fyrir aftan vegginn til að verjast lágum skotum.

Dias var ekki sáttur með staðsetningu á Úkraínumannsins og ákvað því að færa hann. Hann tók um höfuð Zinchenko og færði hann.

Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner