Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. febrúar 2021 22:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fótbolta.net mótið: Árborg skoraði sex og mætir Elliða í úrslitum
Gylfi Dagur Leifsson skoraði tvö fyrir Árborg
Gylfi Dagur Leifsson skoraði tvö fyrir Árborg
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveir leikir fóru fram í C-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld, leikið var í riðlum eitt og tvö.

Elliði vann Reyni Sandgerði á Würth-vellinum í Árbænum og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleik deildarinnar með sigri í riðli 1. Reynir endar í 2. sæti og leikur um bronsið.

Leikurinn fór 2-1 fyrir Elliða og voru það þeir Pétur Óskarsson og Bendedikt Daríus Garðarsson sem skoruðu mörk Elliða.

Árborg þurfti að vinna KFR með sex mörkum eða meira til að komast upp fyrir KV í toppsæti riðils 2. Árborg gerði akkúrat nóg, vann með sex mörkum og sendir KV niður í 2. sætið. 6-0 var niðurstaðan á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Gylfi Dagur Leifsson skoraði tvö marka Árborgar og það sam gerði Magnús Ingi Einarsson. Þá skoruðu þeir Haukur Ingi Gunnarsson og Ingi Rafn Vilbergsson sitt markið hvor.

KV og Reynir mætast því í leik um bronsið. Úrslitaleikurinn fer fram fljótlega, tilkynnt verður um dagsetningu og leikstað á næstu dögum. Leikið verður um gullið, bronsið, fimmta sæti og sjöunda sætið.

Riðill 1
Elliði 2 - 1 Reynir S.

Riðill 2
Árborg 6 - 0 KFR
Athugasemdir
banner
banner