Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. febrúar 2021 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool að ströggla mjög - Misst 27 stig frá því í fyrra
Mynd: Getty Images
Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool eru ekki að eiga gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool tapaði í dag 1-4 gegn Manchester City. Liðið hefur núna tapað þremur heimaleikjum í röð; gegn Man City, Brighton og Burnley.

Liverpool er með 27 stigum minna en á þessum tímapunkti á síðasta tímabili. Opta segir frá því að ríkjandi Englandsmeistaralið hafi aldrei tapað eins mörgum stigum á milli leiktíða á þessum tímapunkti tímabilsins.

Liverpool er einnig fyrsta meistaraliðið sem tapar þremur heimaleikjum í röð - tímabilið eftir sigur í deildinni - frá því að Chelsea gerði það fyrir næstum því 65 árum síðan. Þetta var fyrsti sigur Pep Guardiola, stjóra Manchester City, á Anfield.

Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Liverpool á tímabilinu. Varnarmennirnir Virgil van Dijk og Joe Gomez hafa verið lengi frá og það spilar auðvitað mikið inn í. Þá eru margir leikmenn að spila undir getu.



Athugasemdir
banner
banner