Það er mikið leikjaálag sem blasir við Crystal Palace um þessar mundir. Liðið gerði 2-2 jafntefli við KuPS í Sambandsdeildinni í gærkvöldi og mætir Leeds í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.
Vegna þéttrar leikjadagskrár stillti Oliver Glasner ekki upp sínu sterkasta liði í Evrópuleiknum og sagði að enginn leikmaður sem byrjaði Evrópuleikinn myndi byrja gegn Leeds.
Vegna þéttrar leikjadagskrár stillti Oliver Glasner ekki upp sínu sterkasta liði í Evrópuleiknum og sagði að enginn leikmaður sem byrjaði Evrópuleikinn myndi byrja gegn Leeds.
„Auðvitað hefðum við viljað vinna, en við höfðum reiknað með þeirri áhættu að leikið gæti farið í jafntefli og að öðru leyti gekk allt samkvæmt áætlun. Við gátum hvílt nokkra leikmenn.
Það eina sem mér líkar ekki er að Leeds veit nú þegar hvernig byrjunarliðið okkar verður, því það eru aðeins ellefu leikmenn sem byrjuðu ekki síðasta leik.“
Jafntefli gegn KuPS dugði Palace ekki til að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Liðið endaði í tíunda sæti deildarkeppninnar og þarf því að fara í tveggja leikja umspil í febrúar.
Á næstu dögum mætir Palace einnig Arsenal í átta liða úrslitum deildabikarsins. Ef liðið nær langt í öllum keppnum gæti heildarfjöldi leikja á tímabilinu farið upp í 68.
Athugasemdir

