Völsungur hélt í gærkvöldi kynningarkvöld í tilefni af ráðningu ævintýramannsins Patrick De Wilde sem nýs þjálfara liðsins.
Völsungur endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar í sumar, en Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari liðsins sagði óvænt upp störfum eftir tímabilið.
Einar Már ræddi við Ingvar Björn Guðlaugsson, formann meistaraflokksráðs hjá Völsungi, fyrir hönd Fótbolta.net og spurði hann út í nýja manninn í brúnni.
Völsungur endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar í sumar, en Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari liðsins sagði óvænt upp störfum eftir tímabilið.
Einar Már ræddi við Ingvar Björn Guðlaugsson, formann meistaraflokksráðs hjá Völsungi, fyrir hönd Fótbolta.net og spurði hann út í nýja manninn í brúnni.
„Sum leyndarmál eru best geymd og falin. En hann kom í gegnum erlendan umboðsmann sem okkur var bent á af íslenskum þjáfara. Eftir nokkrar mátanir sáum við mjög gott 'fit' í manninum sem við erum búin að finna.“
Er þessi íslenski þjálfari Þorlákur Árnason?
„Þetta er frábært gisk og mögulega rétt. Hann tengdi okkur við góðan mann erlendis.“
Hvernig gekk þjálfaraleitin?
„Við áttum eitthvað af áhugaverðum samtölum, eitthvað af stuttum samtölum og eitthvað af lengri samtölum. Ég held að þetta hafi verið mjög góð lærdómskúrva að fara í gegnum þetta ferli þó svo að við hefðum vissulega viljað kynna nýjan þjálfara örlítið fyrr.“
Hver eru markmiðin fyrir næsta tímabil?
„Ég get farið í pólitískt svar en það ætlar enginn í fótboltaleik án þess að vinna hann. Ætlaru ekki bara að vinna allt saman? Við erum á fullu að smíða okkar lið fyrir tímabilið. Þegar kokkurinn er góður og hráefnin góð þá getur þú fundið fínasta rétt.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir























