Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   fös 19. desember 2025 12:00
Kári Snorrason
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson sagði upp störfum sem þjálfari Völsungs eftir tímabilið.
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson sagði upp störfum sem þjálfari Völsungs eftir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Belginn og ævintýramaðurinn Patrick De Wilde.
Belginn og ævintýramaðurinn Patrick De Wilde.
Mynd: Völsungur
Völsungur hélt í gærkvöldi kynningarkvöld í tilefni af ráðningu ævintýramannsins Patrick De Wilde sem nýs þjálfara liðsins.

Völsungur endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar í sumar, en Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari liðsins sagði óvænt upp störfum eftir tímabilið.

Einar Már ræddi við Ingvar Björn Guðlaugsson, formann meistaraflokksráðs hjá Völsungi, fyrir hönd Fótbolta.net og spurði hann út í nýja manninn í brúnni.

„Sum leyndarmál eru best geymd og falin. En hann kom í gegnum erlendan umboðsmann sem okkur var bent á af íslenskum þjáfara. Eftir nokkrar mátanir sáum við mjög gott 'fit' í manninum sem við erum búin að finna.“

Er þessi íslenski þjálfari Þorlákur Árnason?

„Þetta er frábært gisk og mögulega rétt. Hann tengdi okkur við góðan mann erlendis.“

Hvernig gekk þjálfaraleitin?
„Við áttum eitthvað af áhugaverðum samtölum, eitthvað af stuttum samtölum og eitthvað af lengri samtölum. Ég held að þetta hafi verið mjög góð lærdómskúrva að fara í gegnum þetta ferli þó svo að við hefðum vissulega viljað kynna nýjan þjálfara örlítið fyrr.“

Hver eru markmiðin fyrir næsta tímabil?

„Ég get farið í pólitískt svar en það ætlar enginn í fótboltaleik án þess að vinna hann. Ætlaru ekki bara að vinna allt saman? Við erum á fullu að smíða okkar lið fyrir tímabilið. Þegar kokkurinn er góður og hráefnin góð þá getur þú fundið fínasta rétt.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir