Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fös 19. desember 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Slot um Salah og stöðuna á Gakpo og Szoboszlai
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Arne Slot, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Szoboszlai byrjar á morgun ef hann er heill.
Szoboszlai byrjar á morgun ef hann er heill.
Mynd: EPA
Liverpool heimsækir Tottenham 17:30 á morgun og Arne Slot, stjóri Liverpool, var á fréttamannafundi í morgunsárið. Fyrsta spurningin sem hann fékk varðaði að sjálfsögðu Mohamed Salah.

Það hefur verið mikil dramatík í kringum Egyptann og vangaveltur voru um hvort hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool. En Salah kom inn af bekknum gegn Brighton og átti stoðsendingu í 2-0 sigri. Vangaveltur um framtíð hans lifa þó áfram eftir viðtal þar sem hann sagðist óánægður með þá meðferð sem hann hefur fengið.

„Verk segja meira en orð. Við skiljum þetta að baki. Hann var í hópnum í síðasta leik og var fyrsti leikmaðurinn sem kom inn af bekknum. Nú er hann farinn í Afríkukeppnina og er að fara að spila stóra leiki þar. Það er sanngjarnt að hans einbeiting sé á þeim," segir Slot.

Á fundinum fór Arne Slot einnig yfir stöðuna á leikmannahópnum.

„Cody Gakpo fór í skoðun sem leit betur út en við þorðum að vona. Hann gæti snúið aftur fyrr en búist var við, en hann verður klárlega ekki með á morgun," segir Slot.

Joe Gomez verður heldur ekki með en Dominik Szoboszlai æfði í gær og gæti verið með. Ungverjinn, sem hefur verið einn besti leikmaður Liverpool á tímabilinu, meiddist á ökkla gegn Brighton en þau meiðsli reyndust ekki alvarleg.

„Við sjáum hvernig æfingin fer í dag, svo verður spjallað við leikmanninn og læknaliðið. Ef leikmanninum líður vel þá mun hann byrja á morgun. Dom verður í byrjunarliðinu ef hann er heill."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner