Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fös 19. desember 2025 11:50
Elvar Geir Magnússon
Gætu endað á því að spila 68 leiki á tímabilinu - „Ekki það sem við vildum“
Oliver Glasner, stjóri Palace.
Oliver Glasner, stjóri Palace.
Mynd: EPA
Crystal Palace gerði 2-2 jafntefli gegn finnsku meisturunum í KuPS í lokaumferð Sambandsdeildarinnar í gær. Fyrst Palace vann ekki leikinn þarf liðið að fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum.

Oliver Glasner, stjóri Palace, tefldi fram varaliði í leiknum. Palace hóf tímabilið á því að fara í umspil um sæti í Sambandsdeildinni og gæti þegar allt kemur til alls spilað 68 leiki á tímabilinu, með leiknum um Samfélagsskjöldinn.

„Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum. Þetta er leikur sem við hefðum hæglega getað unnið," segir Glasner en Palace á leik gegn Leeds á laugardagskvöld.

„Ég er ekki hrifinn af því að nú veit Leeds byrjunarliðið okkar. Það voru bara ellefu leikmenn sem byrjuðu ekki gegn KuPS og enginn mun byrja báða leikina."

Palace er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en eftir áramót verður dregið í umspil Sambandsdeildarinnar og þá mun liðið komast að því hverjir verða mótherjar þess í febrúar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner