„Kannski er særsta spurningin í þessu akkúrat núna hvað Tindastólsstelpurnar gera?" sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í síðasta þætti af Uppbótartímanum, hlaðvarpi um kvennaboltann.
Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir eru eftirsóttar og það hlýtur að vera að þær spili í Bestu deildinni næsta sumar, nema þá að þær fari út í atvinnumennsku.
Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir eru eftirsóttar og það hlýtur að vera að þær spili í Bestu deildinni næsta sumar, nema þá að þær fari út í atvinnumennsku.
„Ég veit að Þór/KA hefur áhuga á að fá þær yfir. Þær kosta víst báðar 1 milljón króna og prósentu af næstu sölu," sagði Guðmundur.
„Bara 'pay up', ef þú ætlar að fá þær þá verðurðu að borga," sagði Magnús Haukur Harðarson en flestöll félögin í Bestu deildinni hafa líklega áhuga á þeim.
„Ég held að það væri spennandi fyrir þær að fara í Þór/KA og fá hlutverk þar. Svo er það hitt, að taka kannski skrefið í borg óttans og þá ertu með Val, Breiðablik, FH, Stjörnuna, Þrótt og Víking. Þetta eru stór félög. Ef þær kosta milljón, þá þarf að sækja það. Þessi félög hafa efni á því," sagði Magnús Haukur.
Elísa Bríet og Birgitta Rún eru báðar fæddar 2008 og spiluðu þær lykilhlutverk með Tindastóli síðastliðið sumar þrátt fyrir ungan aldur. Báðar hafa þær leikið með yngri landsliðum Íslands.
María Dögg Jóhannesdóttir, sem hefur einnig leikið með Tindastóli síðustu árin, er einnig orðuð við Þór/KA.
Athugasemdir




