Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fös 19. desember 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Livramento snýr aftur á nýju ári
Livramento (til vinstri) hefur bæst á meiðslalista Newcastle
Livramento (til vinstri) hefur bæst á meiðslalista Newcastle
Mynd: EPA
Tino Livramento meiddist á miðvikudag þegar Newcastle vann 2-1 sigur gegn Fulham í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins.

„Ég tel að þetta séu ekki alvarleg meiðsli en það flækir aðeins málin að Tino hefur áður meiðst á svipuðum stað á hnénu. Því gæti hann verið aðeins lengur að jafna sig," sagði Eddie Howe, stjóri Newcastle, á fréttamannafundi í dag.

Það er léttir fyrir Newcastle að meiðsli hans telja í vikum en ekki mánuðum.

„Ég held að við sjáum hann ekki aftur fyrr en 2026," sagði Howe en Livramento er 23 ára bakvörður sem á þrjá landsleiki fyrir England.

Newcastle fær Chelsea í heimsókn í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 12:30 á morgun en Lewis Hall er tæpur fyrir þann leik.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner