Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 12:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú íslensk félög fengu meira en 18 milljónir í sinn hlut
Kvenaboltinn
Breiðablik fékk mest.
Breiðablik fékk mest.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur gefið alls 9 milljónir evra til félaga sem áttu leikmenn á Evrópumóti kvenna síðastliðið sumar. Er þetta tvöföldun á þeirri upphæð sem var gefin út í kringum mótið þremur árum áður.

„Greiðslurnar umbuna bæði úrvals- og áhugamannafélögum sem áttu leikmenn sem voru valdir í landslið sín á EM kvenna 2025, og viðurkenna þannig það mikilvæga hlutverk sem félög á öllum stigum gegna í að þróa leikmenn og styðja við árangur landsliða," segir í tilkynningu UEFA.

Í skjali á vegum UEFA segir að þrjú íslensk félög hafi samtals fengið tæplega 18,5 milljónir íslenskra króna í sinn hlut.

Breiðablik - 59.130 evrur (8.75 milljónir íslenskra króna)
Valur - 43.800 evrur (6.48 milljónir íslenskra króna)
Þór/KA - 21.900 evrur (3.24 milljónir íslenskra króna)

Breiðablik átti þrjá leikmenn í lokahópnum á EM, Valur átti tvo og Þór/KA átti einn.
Athugasemdir
banner