Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 14:30
Enski boltinn
Ekki komið með neitt að borðinu
Anthony Elanga.
Anthony Elanga.
Mynd: EPA
Það voru miklar væntingar bundnar við Anthony Elanga þegar hann var keyptur til Newcastle frá Nottingham Forest fyrir 55 milljónir punda síðasta sumar.

Elanga átti gott tímabil með Forest á síðustu leiktíð en hefur alls ekki fundið fjölina með Newcastle. Hann hefur ekki komið með neitt að borðinu, ekki skorað í 16 deildarleikjum og aðeins lagt upp eitt mark. Þá hefur hann ekki skorað eða lagt upp í öðrum keppnum.

„Newcastle var að leyfa sér að dreyma um að hafa Hugo Ekitike og Alexander Isak upp á topp hjá sér fyrir tímabilið. Þeir eru núna með Anthony Elanga og Anthony Gordon á köntunum og Nick Woltemade upp á topp. Woltemade hefur verið fínn en Elanga hefur ekki komið með neitt að borðinu," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í síðasta þætti af Enski boltinn hlaðvarpinu.

„Það er áhugaverð þróun á þessum gaur. Það kemur mér á óvart að hann komi ekki með neitt að borðinu," sagði Kári Snorrason.

„Gleymdasti maður úrvalsdeildarinnar er líka mættur aftur," bætti Kári líka við en það er Yoane Wissa sem var einnig keyptur til Newcastle síðasta sumar. Hann er mættur aftur úr meiðslum og spurning hvort hann geri ekki meira en Elanga.
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Athugasemdir
banner
banner