Albert Ingi Jóhannsson og Marinó Steinar Hagbarðsson, leikmenn Vestra, hafa dvalið á Ítalíu við æfingar hjá stórliðum síðustu daga.
Albert Ingi, sem er fæddur árið 2009, dvaldi í viku hjá ítalska stórliðinu Parma í byrjun desember og mun síðan halda aftur til Ítalíu í byrjun ársins og æfa með Fiorentina, liði Alberts Guðmundssonar.
Áður æfði hann með Bröndby í Danmörku og þykir gríðarlega efnilegur leikmaður.
Marinó Steinar, jafnaldri Alberts, æfir nú með Atalanta í Bergamó, en hann var einnig tilnefndur sem efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir hönd knattspyrnudeild Vestra.
Athugasemdir


