Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fös 19. desember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin um helgina - Heimamenn í Marokkó opna mótið gegn Kómoroeyjum
Marokkó tekur á móti Kómoroeyjum í opnunarleik Afríkukeppninnar á sunudag
Marokkó tekur á móti Kómoroeyjum í opnunarleik Afríkukeppninnar á sunudag
Mynd: EPA
Afríkukeppnin hefst klukkan 19:00 á sunnudag er gestgjafarnir í Marokkó taka á móti Kómoroeyjum.

Marokkó er með eitt sterkasta lið Afríku en ekki fagnað frábærum árangri síðustu ár.

Þjóðin hefur einu sinni unnið mótið, árið 1976, og hafnaði síðan í öðru sæti árið 2004, en síðan þá ekki komist lengra en í 8-liða úrslitin.

Kómoroeyjar eru að taka þátt í mótinu í annað sinn í sögunni, en það komst í 16-liða úrslit á þeirra fyrsta móti fyrir fjórum árum.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er spilaður á Prince Moulay Abdellah-leikvanginum í Rabat, höfuðborg Marokkó.

Leikur helgarinnar:

Afríkukeppnin:
19:00 Marokkó - Kómoreyjar
Athugasemdir
banner
banner