Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   fös 19. desember 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Maresca um City sögurnar: Hef ekki tíma í vangaveltur
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er ofarlega á lista Manchester City ef Pep Guardiola hættir sem stjóri liðsins eftir tímabilið. The Athletic greindi frá þessu í gær.

Maresca var á fréttamannafundi í dag og var spurður út í þennan orðróm.

„Þetta hefur engin áhrif á mig því þetta eru 100% vangaveltur og ég hef ekki tíma í þannig hluti. Ég er samningsbundinn hér til 2029. Einbeitinin mín er á Chelsea og ég er stoltur af því að vera hérna," segir Maresca, sem var aðstoðarmaður Guardiola hjá City.

Maresca hefur verið mikið í umræðunni eftir áhugaverðan fréttamannafund í síðustu viku. Þar sagði hann að 48 klukkutímarnir fyrir leikinn gegn Everton hefðu verið hans erfiðustu í starfinu hjá Chelsea.

Hann sagði liðið og hann sjálfan ekki hljóta þann stuðning sem þeir ættu skilið en vildi ekki gefa upp hvaða aðila hann væri að tala um. Flestir telja að orðunum sé beint að stjórnendum félagsins.

Maresca var á fréttamannafundinum spurður hvort hann hefði rætt við stjórnendur Chelsea um orð sín en svaraði á einfaldan hátt: „Nei."
Athugasemdir
banner
banner