Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. febrúar 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Klopp gera mikil mistök með liðsvali sínu
Murphy vill sjá Henderson byrja fleiri leiki.
Murphy vill sjá Henderson byrja fleiri leiki.
Mynd: EPA
Fabinho hefur ekki átt gott tímabil.
Fabinho hefur ekki átt gott tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danny Murphy, fyrrum miðjumaður Liverpool, hefur gagnrýnt Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, fyrir að hafa fyrirliðann Jordan Henderson á bekknum.

Liverpool hefur átt erfitt tímabil, einungis unnið átta af 20 deildarleikjum sínum og situr liðið í tíunda sæti deildarinnar. Á laugardag héldu erfiðleikarnir áfram, niðurstaðan þá 3-0 tap gegn Úlfunum.

Margir hafa leitað að ástæðu fyrir erfiðu gengi, enginn sennilega meira en Klopp sjálfur. Murphy vill meina að það séu mikil mistök að hafa Henderson ekki í byrjunarliðinu, mistök hjá Klopp.

„Ég er alltaf hissa þegar ég sé liðið hjá Livrpool. Ég sé liðið ekki æfa en mér er sama hvernig hann æfir, Henderson myndi spila alla leiki hjá mér."

„Hann er hjartsláttur liðsins á miðjunni, hann er ennþá með lappirnar, og út af einhverju, þá heldur Klopp áfram að hafa hann á bekknum."

„Ég veit að Fabinho hefur átt erfitt uppdráttar, en þú ert með leikmenn sem hafa átt 2-3 stórkostleg tímabil fyrir þig, með stöðugleika, leyfðu þeim að fara í gegnum erfiðu tímana og settu þá aftur í liðið,"
sagði Murphy.

Henderson hefur komið við sögu í 24 leikjum á tímabilinu en einungis byrjað tíu í úrvalsdeildinni. Á árinu 2023 hefur hann ekki byrjað tvo deildarleiki í röð.

Næsti leikur Liverpool er gegn Everton í nágrannaslag á mánudagskvöld.
Enski boltinn - Staðan hjá Liverpool mikið áhyggjuefni
Athugasemdir
banner
banner