Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 07. febrúar 2024 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gullkynslóðin í handbolta býr til efnilega fótboltamenn - „Hann hefur allt"
Lukas J. Blöndal Petersson.
Lukas J. Blöndal Petersson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nóel Atli Arnórsson.
Nóel Atli Arnórsson.
Mynd: Aðsent
Það er óhætt að segja að gullkynslóðin í handbolta sé að búa til fótboltamenn framtíðarinnar. Lúkas Petersson, sonur Alexanders Petersson, og Nóel Atli Arnórsson, sonur Arnórs Atlason, hafa verið að vekja athygli með yngri landsliðunum.

Máni Pétursson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport og fyrrum útvarpsmaður á X-inu, hefur séð þessa tvo leikmenn spila nokkra leiki en sonur hans, Róbert Frosti, hefur spilað með þeim í U19 landsliðinu.

Máni er á því að þarna séu tveir af okkar efnilegustu leikmönnum á ferðinni.

„Við eigum þvílíka markmenn framundan. Núna var verið að tala um að Lúkas Pettersson yrði keyptur til Elfsborg. Hafiði séð þennan gæja spila? Hann er fokking maðurinn. Ég hef bara ekki séð annað eins. Hann sparkar jafnlangt og jafnöruggt með hægri og vinstri líka. Hann hefur allt," sagði Máni og bætti við:

„Svo er annar ungur drengur. Þú getur næstum því kallað hann Víking en kannski er hann samt meiri KA-maður, Nóel Atli. Ég sá hann spila í haust og það er mikið efni."

„Gullkynslóðin okkar í handbolta er að búa til góða fótboltamenn," sagði Máni.

Það verður mjög svo spennandi að fylgjast með þessum tveimur leikmönnum í framtíðinni. Lúkas spilar í dag með varaliði Hoffenheim í Þýskalandi og Nóel er á mála hjá AaB í Danmörku.
Útvarpsþátturinn - Máni í framboði og ótímabæra spáin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner