Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 21:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Maguire tryggði Man Utd dramatískan sigur
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 2 - 1 Leicester City
0-1 Bobby De Cordova-Reid ('42 )
1-1 Joshua Zirkzee ('68 )
2-1 Harry Maguire ('90 )

Það var ótrúleg dramatík þegar Man Utd vann endurkomusigur gegn Leicester í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var heldur bragðdaufur en það dró til tíðinda þegar Manuel Ugarte missti boltann á vallarhelmingi Man Utd. Bilal El Khannouss komst upp að endamörkum og sendi boltann fyrir á Wilfred Ndidi sem átti skot á markið sem Andre Onana varði í höfuðið á Bobby Decordova-Reid og þaðan fór boltinn í netið.

Patrick Dorgu var í byrjunarliði Man Utd í sínum fyrsta leik en Ruben Amorim tók hann af velli fyrir Alejandro Garnacho.

Garnacho fékk frábært tækifæri til að koma Man Utd yfir þegar hann vippaði boltanum yfir Mads Hermansen en Caleb Okoli var vel á verði og tókst að bjarga á síðustu stundu.

Stuttu síðar komst Wout Faes fyrir tilraun Rasmus Höjlund en boltinn barst til Joshua Zirkzee sem skoraði á opið markið. Það var síðan dramatík í uppbótatíma en Harry Maguire tryggði Man Utd endurkomusigur með skallamarki í uppbótatíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner