Víkingur er að búa sig undir einvígið gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar en fyrri leikurinn verður spilaður í Helsinki næsta fimmtudag.
Það voru heldur betur vetrarlegar aðstæður þegar Víkingur vann 2-0 sigur gegn HK í Lengjubikarnum í gær en spilað var í Fossvogi. Daníel Hafsteinsson og Danijel Djuric skoruðu mörkin með stuttu millibili í seinni hálfleik.
Það voru heldur betur vetrarlegar aðstæður þegar Víkingur vann 2-0 sigur gegn HK í Lengjubikarnum í gær en spilað var í Fossvogi. Daníel Hafsteinsson og Danijel Djuric skoruðu mörkin með stuttu millibili í seinni hálfleik.
„Það er sennilega ekki ósanngjarnt að segja að Danijel Djuric hafi skorað mark kvöldsins þó mark Daníels Hafsteinssonar hafi líka verið af dýrari gerðinni. Frábær varsla frá Ingvari í blálokin tryggði svo 2-0 sigur," segir í færslu Víkings á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir