Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 08:46
Elvar Geir Magnússon
Fonseca snortinn yfir stuðningi lærisveina sinna
Mynd: EPA
Paulo Fonseca, stjóri Lyon, felldi tár eftir að leikmenn franska liðsins hlupu að honum og föðmuðu hann eftir að hafa skorað í 3-1 sigri gegn FCSB í Evrópudeildinni.

Leikmenn sýndu þjálfara sínum stuðning eftir að hann hafði verið dæmdur í níu mánaða bann fyrir árásargjarna hegðun í garð dómara í leik Lyon gegn Brest.

Fonseca setti enni sitt að enni dómarans á meðan hann hraunaði yfir hann. Í úrskurðinum er sagt að Fonseca hafi ætlað að skalla dómarann en sjálfur hafnar portúgalski dómarinn því.

Fonseca tók við Lyon í lok janúarmánaðar og hafði aðeins stýrt liðinu í fimm leikjum. Sitt sýnist hverjum um þessa ströngu refsingu og margir telja að hún sé ekki í samræmi við refsingar fyrir önnur agabrot sem uppi hafa komið.

„Ég gefst ekki upp og mun áfrýja þessari niðurstöðu. Ég er búinn að biðjast afsökunar á hegðun minni. Ég öskraði á dómarann en þetta er ekki líkamsárás og ég ætlaði aldrei að ráðast á hann. Það átti að nota mig til að senda einhver skilaboð í frönskum fótbolta og það er ósanngjarnt," segir Fonseca.



Athugasemdir
banner